Þrír einstaklingar voru í bílnum og enginn slasaðist
Ekkert ferðaveður var á Austfjörðum á tímabili um helgina, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var Fagradal lokað í fyrradag eftir að bifreið fauk þar á hliðina. Austurfrétt fjallaði um málið á vef sínum og þar kemur fram að þrír einstaklingar hafi verið í bílnum og enginn hafi slasast. Tilkynningar bárust jafnframt um fok á lausamunum og að þakplötur hafi losnað.
Fagradal var lokað og var lokað milli Djúpavogs og Hafnar og yfir Vatnsskarð um helgina. Krapi og éljagangur hafa verið á Fjarðarheiði og krapi og skafrenningur á leiðinni um Möðrudalsöræfi en hálkublettir á Jökuldal.
Umræða