Bandaríski söngvarinn R. Kelly hefur verið dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa stýrt kynferðisglæpahring þar sem bæði konur og börn voru misnotuð kynferðislega samkvæmt frétt rúv.is.
Söngvarinn var jafnframt dæmdur til að greiða 100.000 dollara sekt en hann var sakfelldur fyrir níu mánuðum og var leiddur fyrir dómara í dag sem kvað upp dóminn. Kelly var sakfelldur í níu ákæruliðum, þar á meðal fyrir barnaníð, mannrán og mútur. Þá hlýddu kviðdómarar á óhugnanlega vitnisburði um hvernig hann notfærði sér stöðu sína til þess að hylma yfir kynferðisbrot í nærri þrjá áratugi.
Hér er eitt frægasta lag R.Kelly:
Umræða