Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning eða þokuloft norðan- og austanlands, hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri í suðvesturfjórðungi landsins með stöku skúrum, hiti þar á bilinu 13 til 18 stig. Suðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Rigning öðru hvoru eða skúrir, einkum síðdegis. Hiti víða 11 til 16 stig.
Spá gerð: 29.06.2022 15:47. Gildir til: 01.07.2022 00:00.
Veðuryfirlit
Á milli Íslands og Skotlands er allvíðáttumikil 1002 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist smám saman. 150 km A af Hvarfi er 1010 mb smálægð sem fer hægt A.
Samantekt gerð: 29.06.2022 15:44.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s og bjartviðri. Hiti 12 til 17 stig. Hæg suðlæg eða breytileg átt í nótt og á morgun og rigning öðru hvoru. Hiti 10 til 13 stig. Spá gerð: 29.06.2022 15:44. Gildir til: 01.07.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum á landinu og víða líkur á skúrum, einkum síðdegis inn til landsins. Hiti víða 12 til 17 stig.
Á laugardag:
Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar rigning eða súld á norðanverðu landinu. Bjart með köflum sunnanlands með stöku skúrum síðdegis. Hiti frá 8 stigum fyrir norðan, upp í 18 stig syðst.
Á sunnudag:
Norðvestan 5-13 m/s. Rigning norðaustan og austanlands, hiti 6 til 10 stig. Yfirleitt þurrt og bjart veður um landið sunnan- og vestanvert með hita 12 til 17 stig.
Á mánudag:
Vestlæg átt og skýjað vestanlands, en léttir til á austanverðu landinu. Hiti víða 8 til 13 stig, en að 18 stigum á Suðausturlandi.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt með súld eða rigningu, en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Discussion about this post