Fimmtudaginn 22. júní fundaði LS með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Á fundinum óskuðu forsvarsmenn LS eftir að ráðherra kæmi í veg fyrir ótímabæra stöðvun strandveiða.
Ráðherra óskaði eftir formlegu erindi frá LS um málefnið og í bréfi sem Landssambandið sendi ráðherra segir meðal annars.
“ Miðað við þorskafla sl. tíu daga gæti útgefinni aflaviðmiðun – 10 000 tonnum – verið náð í strandveiðivikunni 10. – 13. júlí. Verði ekki bætt við veiðiheimildum fyrir þann tíma mun Fiskistofa stöðva strandveiðar. Hér með er þess farið á leit við yður að þér komið í veg fyrir stöðvun veiðanna með því að hækka aflaviðmið um 4 000 tonn og tryggja með því jafnræði milli landshluta.“
Einnig segir í bréfinu að ástand þorskstofnsins sé afar gott sem sýnir sig í að viðmiðunarstofn er vaxandi og sjómenn á öllum gerðum skipa sammála um að sjaldan hafi verið auðveldara að ná góðum afla og nú.
Umræða