Ný reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Um vinnslu þessara upplýsinga hafa gilt persónuverndarlög og reglugerð um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust.
Í persónuverndarlögum er hins vegar áskilið að ráðherra setji reglugerð þar sem nánar er mælt fyrir um vinnslu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögaðila, þ.m.t. vanskilaskráningu og gerð lánshæfismats, í því skyni að miðla þeim til annarra. Reglugerðin var sett á grundvelli eldri persónuverndarlaga og þótti því um margt orðin úrelt enda endurspeglaði hún ekki ríkari ábyrgðarskyldur ábyrgðaraðila í samræmi við nýja persónuverndarlöggjöf.
Ákvæði hennar þykja auk þess ekki hafa sett umfangsmikilli vinnslu persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum nægilega skýran ramma. Hefur það m.a. leitt til þess að Persónuvernd hefur sett ítarlega skilmála í starfsleyfi sín, s.s. um hvaða vinnsla er heimil á vegum fjárhagsupplýsingastofa. Þykir betur fara á því að mælt sé fyrir um slík atriði með almennum ákvæðum í reglugerð.
Drög að reglugerðinni voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í mars síðastliðnum. Alls bárust sex umsagnir við drögin og tók reglugerðin nokkrum breytingum með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Reglugerðin tekur gildi þann 1. september nk. Á sama tíma fellur brott gildandi reglugerð frá árinu 2001. Ný reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust
Hagsmunasamtök heimilanna gefa út greinargerð um lánshæfismat Creditinfo
Umræða