• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 13. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Gott veður um verslunarmannahelgina -Hiti 18-25 stig í dag

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
29. júlí 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

 
Áframhaldandi hlýindi í dag, en veður fer síðan smám saman kólnandi. Austlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður daginn og hiti 18 til 25 stig. Ekki njóta þó öll landsvæði veðurblíðunnar því búast má við þrálátu þokulofti við Húnaflóa og austantil á landinu með mun svalara veðri.
Stöku skúradembur suðvestantil á landinu síðdegis í dag og á öllu sunnanverðu landinu í nótt. Heldur hvassari vindur á morgun og víða skúrir, síst þó norðan- og norðvestanlands.
Nú styttist í verslunarmannahelgina og er ekki annað að sjá en að boðið verði upp á fínasta veður um allt land og er ágætur stöðugleiki búinn að vera í spám undanfarna daga. Við verðum inni í hæðarsvæði, hægur vindur og víða þurrt og bjart á föstudag og laugardag og hiti að 20 stigum, en heldur skýjaðara og dálitlar skúrir á sunnudag og mánudag.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, 5-13 m/s, en 8-15 á morgun, hvassast við suðurströndina og allra nyrst á landinu. Skýjað með köflum eða bjartviðri þegar líður á morguninn, en þokuloft austantil og við Húnaflóa og skúrir suðvestantil á landinu. Rigning með köflum eða skúrir í nótt og á morgun, en yfirleitt þurrt á Norður- og Norðvesturlandi. Hiti 18 til 25 stig í dag, en mun svalara í þokuloftinu. Hiti 16 til 24 stig á morgun, en hiti 8 til 13 stig fyrir austan.
Spá gerð: 29.07.2019 04:53. Gildir til: 30.07.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðantil. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands, en svalast við A-ströndina.
Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-10 m/s, en hvassara við suður- og norðurströndina. Skúrir sunnantil á landinu, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Kólnar lítið eitt.
Spá gerð: 28.07.2019 20:34. Gildir til: 04.08.2019 12:00.
 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    58 deilingar
    Share 23 Tweet 15
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    15 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Hitinn getur farið yfir 28 stig – mögulegt að met verði slegin

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Veitingahúsið Eyri er fimm stjörnu og er við Hjalteyri

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Alvarlega slasaður vegna hnífsstungu

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?