Maður féll af vélsleða á Langjökli í dag með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í hann, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.
Laust fyrir klukkan 16 í dag fékk Landhelgisgæslan útkall vegna slyss er maður á vélsleða hafði fallið af sleðanum. Þyrla Gæslunnar náði í manninn og fór með hann á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn hlaut áverka á öðrum handlegg og ökklabrotnaði. Ekki er vitað um líðan mannsins að öðru leiti.
Discussion about this post