2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Sumarið byrjaði kröftuglega

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Sumarið byrjaði kröftuglega

,,Það er lítið um laxagöngur ennþá í árnar, einn og einn fiskur en sumarið byrjaði feiknavel,, sagði Gunnar Bender, en veiðin hefur minnkað og laxinn verður tregari með hverjum deginum sem líður.
En sjóbirtingur er að ganga fyrir austan og hann getur verið kröftugur.
,,Þetta byrjaði vel, gott vatn og kröftugar göngur. Það má segja að þetta hafi ekki verið neitt þurrkasumar. Ytri og Eystri Rangá munu trjóna á toppnum út sumarið og Eystri mun hafa vinninginn, held ég. Síðan kemur Þverá sem var mjög góð í sumar, margar veiðiár gáfu vel í sumar. Veiðin í Haffjarðará er frábær á 6 stangir 1400 laxar. En smálaxinn klikkaði fyrir norðan og það var ekki gott.
Hverning næsta sumar verður veit enginn,, sagði Gunnar nýbúinn að landa laxi út á Mýrum.
Ljósmynd, María Gunnarsdóttir: Lax á leiðinni í land hjá Gunnari Bender