Þegar gengið var til kosninga 2017 átti íslenska þjóðin í raun alla banka landsins, Leifsstöð,Landsvirkjun,Landsnet ofl.ofl.ofl.
Eignir sem skila samfélagi okkar tugum og í raun hundruðum milljarða hagnaði árlega.
Hvað skyldi sitja eftir af þessum eignum okkar allra þegar kemur að næstu kosningum 2021?
Hverjir skyldu þá hirða arðinn góða?
Sorgarsaga Hitaveitu Suðurnesja er gott dæmi um hvernig fer þegar félag sem starfar eftir samfélagslegri stefnu er markaðvætt,,til að tryggja hag neytenda“ :
1977 – Stofnað – Markmið: Trygg þjónusta til íbúa og samfélags Suðurnesja á lágu verði.
2008 – Skipt upp í HS Veitur og HS Orku
2009 – Magma Energy, ,,sænskt“ skúffufyrirtæki stofnað af kanadískum braskara eftir leiðbeiningum frá SJS kaupir 11% hlut í HS Orku. Kaupverð: Ekkert út og rest út úr rekstrinum.
2014- Magma skúffan komin með eignarhlut upp á tæp 99% og búin að greiða fyrir það 178 milljarða. Enn ekki þurft að leggja mikið eigið fé fram, enda af nógu að taka úr skúffum HS Orku.
Reikningar íbúa svæðisins hafa á sama tíma hækkað hressilega.
2019 – Verðmæti HS Orku er hátt í 600 milljarðar, árlegur arður er rétt um 6 milljarðar.
Suðurnesjamenn áttu 39% í þessu fyrirtæki sem var í raun þvingað af þeim í hendur fjármálagangsters af SJS.
Í dag eru tekjur Suðurnesjamanna af fasteigangjöldum og lóðaleigu um það bil 1.8 milljarður.
Arður þeirra af eignarhlut þeirra í HS Orku væru rúmir 2.2 milljarðar, en eru 0.
Því miður sér annar aðili um að stinga þeim hagnaði í rassvasann.
Finnst þér þessi sorgarsaga Hitaveitu Suðurnesja hryllileg?
Nú þegar við blasir samþykkt OP3 vitna ég í fræg orð:
You ain’t seen nothing yet!