Klukkan 17:33 í gær var bifreið stöðvuð á Sæbrautinni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.
Tveir farþegar voru í bifreiðinni og eru þeir grunaðir um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Allir þrír aðilarnir handteknir fyrir rannsókn máls og færðir á lögreglustöð . Þeir voru svo lausir að lokinni skýrslutöku. Þegar lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina og voru að vinna í málinu kom þar að önnur bifreið sem ók á kyrrstæðu bifreiðina og síðan á brott.
Upptökur eru af því broti og er það mál í rannsókn. Bifreið tjónþola flutt af vettvangi með Króki.
Umræða