Þessi sat fyrir og elti 10 ára barn á leið sinni á ballettæfingu í Mjóddinni þriðjudaginn 24. ágúst s.l. og fer upp á 3. hæð og tekur rafhlaupahjól og fjallahjólahjálm ófrjálsri hendi.
Föður stúlkunnar er verulega brugðið og fjallar um málið á síðu sem auglýsir stolin hjól.
Ég óska eftir upplýsingum í einkaskilaboðum um mannleysuna sem hægt er að koma áfram til lögreglu til að flýta afgreiðslu málsins sem hefur verið tilkynnt. Til vara er hægt að senda stjórnenda þessarar síðu upplýsingar.
Uppfært: greinagóðar upplýsingar hafa borist úr ólíkum áttum sem komið verður áfram til lögreglu sem leiða vonandi til lykta þetta mál. Kærar þakkir til ykkar allra.
Umræða