Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, smá skúrir syðst framan af kvöldi, en skýjað og stöku skúrir á austanverðu landinu á morgun. Hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands, en víða vægt næturfrost, einkum inn til landsins. Spá gerð: 29.09.2019 18:10. Gildir til: 01.10.2019 00:00
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en stöku skúrir syðst og austast á landinu. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á SV-lands.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 m/s og dálítil væta, en hægara og bjart NA-lands. Hvessir talsvert á SV-verðu landinu um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir hvössum austan- og suðaustanáttum með rigningu í flestum landshlutum, en úrkomulítið á N-landi. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Líklega áfram suðaustanátt með rigningu og mildu veðri víða á landinu, en skúrum SV til.