5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Nýtt ráðuneyti – Hugverkaráðuneyti?

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Nýtt ráðuneyti Hugverkaráðuneyti?

Guðmundur Magnússon skrifar
Nú er mikið spáð í verkaskiptinguna á stjórnarheimilinu. Sennilega þarf að fjölga ráðuneytum til að allir verði sáttir! Hvernig væri að stofna nýtt ráðuneyti er héti Hugverkaráðuneytið?

Þetta nýja ráðuneyti myndi sinna hinum vaxandi „hugbúnaði“ til dæmis á sviði leikjahönnunar og svo hefðbundnum „listhugbúnaði“ ef svo má að orði komast það er myndlist, leiklist, kvikmyndalist, tónlist og svo mætti lengi telja.

Aukin sjálfvirkni leiðir til þess að það fjölgar tómstundum og þá þarf að fylla í þær eyður í dagskránni. Við sjáum hvernig leikjaiðnaðurinn hefur vaxið og er svo komið að sá iðnaður er orðinn mun stærri en kvikmyndaiðnaðurinn. Þessi þróun verður æ hraðari og því verða þau lönd er leggja rækt við hugverk hvers konar í fararbroddi hinnar nýju iðnvæðingar er byggir fyrst og fremst á hugviti.

En hvað þá um gamla góða Menntamálaráðuneytið? Þar er sannarlega verk að vinna í skólamálum. Ekki síst í ljósi þeirra miklu breytinga sem eru að verða á samfélaginu. Þarna þarf að taka til hendinni og veitir ekki af að á þeim bænum einhendi starfsfólk ráðuneytisins í það mikla verk að aðlaga skólakerfið að nýjum veruleika. Hugverkaráðuneytið mun hins vegar verða hér í fararbroddi nýrrar iðnbyltingar.