2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Rússar segja Pútín vera fífl og innrásina heimskulega

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Úkraínska lögreglan hleraði símtöl rúsnesskra hermanna sem komust síðar í hendur blaðamanna New York Times.  Hermenn kalla Vladimír Pútín, forseta Rússlands, m.a. fífl fyrir að fyrirskipa innrásina í Úkraínu.

Mynd: Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

„Mamma, ég held að þetta stríð sé heimskulegasta ákvörðun sem ríkisstjórn okkar hefur tekið.“ segir í símtali rússneska hermannsins Sergei til móður sinnar í mars. Einn hermanna sagði kærustu sinni frá því að þeim hafi verið skipað að drepa alla sem þeir sjái á vappi.

Annar hermaður segir ættingja sínum frá líkamsleifum sem liggja í tætlum á víð og dreif um götur bæjarins. Líklega verður hægt að nota símtalaskrárnar til þess að draga Pútín og samverkamenn hans til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi. Þá kemur einnig fram í símtölunum að hermennirnir sáu enga nasista í Úkraínu

New York Times komst yfir þúsundir símtala rússneskra hermanna en hermennirnir hringdu úr 22 símum sem þeir deildu. Símtölin voru til eiginkvenna, ættingja og vina, þrátt fyrir að þeir hafi fengið skipun um að hringja ekki heim.

Fjöldagröf: 440 lík af börnum og fullorðnum – pyntingar, nauðganir og aftökur