-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, tón­list­armaður er lát­inn

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, tón­list­armaður, er lát­inn, 45 ára að aldri. Svavar Pét­ur greind­ist með fjórða stigs krabba­mein fyr­ir tæp­um fjór­um árum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um.

Svavar Pét­ur var stolt­ur Breiðhylt­ing­ur. Gekk í Hóla­brekku­skóla og Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti.

Svavar Pét­ur var menntaður graf­ísk­ur hönnuður og ljós­mynd­ari en er þekkt­ast­ur sem tón­list­armaður og texta­höf­und­ur. Hann spilaði meðal ann­ars með hljóm­sveit­un­um Múl­dýr­inu, Rúnk og Skakkamana­ge, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist und­ir lista­manns­nafn­inu Prins Póló. Þá hafa vegg­spjöld með hend­ing­um úr laga­textum hans notið mik­illa vin­sælda.

Svavar var líka frum­kvöðull á sviði mat­væla­fram­leiðslu og setti á markað Buls­ur og Bopp.

Svavar Pét­ur bjó um tíma ásamt fjöl­skyldu sinni á Seyðis­firði og seinna á Drangs­nesi. Vorið 2014 flutti fjöl­skyld­an í Beru­fjörð, stundaði þar líf­ræna rækt­un og fram­leiðslu, og rak tón­leik­astað og ferðaþjón­ustu und­ir nafn­inu Havarí til hausts­ins 2020.

Svavar Pét­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Berg­lindi Häsler, og þrjú börn, Hrólf Stein, Al­dísi Rúnu og Elísu.