-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

20 ár hjá RÚV – ,,Ágætis útlit fyrir útvarp!''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Gísli Einarsson rifjar upp sögu sína á skjá landsmanna en hann fagnar nú 20 ára ferli sínum hjá RÚV

Gísli Einarsson

,,Um þessar mundir eru 20 ár síðan ég byrjaði að starfa fyrir RUV, fyrst sem fréttaritari í verktöku með eina og eina frétt, en síðar í fullu starfi og stundum ríflega það.
Í lok september 1999 gerði Skessuhorn samning við Fréttastofu útvarps um fréttaþjónustu og kom það í minn hlut að vinna fréttirnar.
Árið eftir gerði Skessuhorn sambærilegan samning varðandi sjónvarpsfréttir en fáum misserum síðar var ég sjálfur orðinn verktaki hjá RUV. Síðan færðist ég smám saman þangað og hef verið þar í fullu starfi frá 2004.
Þeir sem við var samið á sínum tíma, hjá RUV, voru Kári Jónasson og Bogi Ágústsson og bera þeir því fulla ábyrgð á veru minni á ljósvakamiðlunum!
Á meðfylgjandi mynd sést hvernig ég leit út á þessum tíma. Ágætis útlit fyrir útvarp!
Það er skemmst frá því að segja að þarna fyrir 20 árum síðan hefði mig ekki grunað þvílíkt ævintýri væri framundan!“