-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son látinn

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og seðlabanka­stjóri, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi í gær. Birg­ir fædd­ist í Reykja­vík 19. júlí 1936. For­eldr­ar hans voru Gunn­ar Espólín Bene­dikts­son, hrl. og for­stjóri, og Jór­unn Ísleifs­dótt­ir rit­ari.

Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son

Birg­ir varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1955 og lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1962. Birg­ir starfaði fyrst um sinn sem lögmaður í Reykja­vík og varð héraðsdóms­lögmaður 1962 og hæsta­rétt­ar­lögmaður 1967.
Birg­ir tók alla tíð virk­an þátt í stjórn­mál­um. Hann var formaður Vöku, fé­lags lýðræðissinnaðra stúd­enta, frá 1956 til 1957 og formaður Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands frá 1957 til 1958 og sat jafn­framt í há­skólaráði f.h. stúd­enta. Hann var formaður Heimdall­ar frá 1959- 1962 og formaður SUS frá 1967 til 1969. Hann sat í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur frá 1962 til 1982 og var borg­ar­stjóri frá 1972 til 1978. Hann var alþing­ismaður fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi frá 1979 til 1991 og gegndi embætti mennta­málaráðherra frá 1987 til 1988 í rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar. Birg­ir var skipaður seðlabanka­stjóri 1991 og formaður banka­stjórn­ar 1994 og gegndi því starfi þar til hann fór á eft­ir­laun 2005.
Birg­ir starfaði í fjölda nefnda og ráða og var m.a. formaður sendi­nefnd­ar Alþing­is hjá þing­manna­sam­tök­um Atlants­hafs­banda­lags­ins 1983 til 1987 og var í sendi­nefnd Íslands á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna frá 1980 til 1988. Birg­ir var mik­ill áhugamaður um skóg­rækt og átti sæti um ára­bil í stjórn Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Hann sat einnig í sókn­ar­nefnd Hall­gríms­kirkju. Birg­ir var virk­ur fé­lagi í Rótarý á Íslandi og var for­seti sam­tak­anna um nokk­urt skeið. Birg­ir ritaði fjölda greina í blöð og tíma­rit, einkum um stjórn­mál. Birg­ir var heiðraður með ýms­um hætti fyr­ir marg­vís­leg störf og hlaut hann m.a. stór­ridd­ara­kross ís­lensku fálka­orðunn­ar.
Birg­ir gift­ist Sonju Backm­an skrif­stofu­stjóra árið 1956 og eignuðust þau fjög­ur börn. Sonja lést 5. októ­ber sl. Morgunblaðið greindi frá í dag