Tilkynning frá Landspítala, viðbragðsstjórn og farsóttanefnd vegna farsóttar COVID19 29. október 2020 kl. 17.00
1. Skimanir starfsmanna
Ákveðið hefur verið í ljósi hópsýkingar á Landakoti að skima starfsmenn með skipulögðum hætti, skv. nánari útfærslu farsóttanefndar og kynnt er á innri vef spítalans.
2. Heimsóknir ættingja til sjúklinga á Landspítala
Almennt gildir að heimsóknir eru leyfðar á Landspítala en heimsóknargestir eru beðnir að kynna sér mögulegar takmarkanir einstakra deilda og reglur um sýkingavarnir. Undantekningar frá hinni almennu reglu er að heimsóknir eru ekki leyfðar á deildir A6, A7 og á Landakot, nema í sérstöku samráði við starfsfólk deildanna.
3. Hópsmit tengd Landakoti
Eins og búast mátti við greinast enn smit hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
HÓPSÝKING TENGD LANDAKOTI
- 4. Á Landspítala eru nú:
63 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19 – 125 alls frá upphafi III bylgju faraldursins
Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél
3 andlát hafa orðið á Landspítala í III bylgju
967 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 168 börn
57 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID19
242 starfsmenn eru í sóttkví (A: 67 B: 145 C:30)