Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustan og austan 5-13 m/s í dag og rigning eða skúrir, en allvíða hvassviðri á norðvestanverðu landinu. Hiti 2 til 8 stig.
Úrkomuminna seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi. Fremur hæg norðaustlæg átt á morgun og væta með köflum á norður- og austurlandi, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Hitinn helst áfram svipaður, en síðdegis snýst í norðan 5-13 m/s og kólnar.
Á sunnudag er svo útlit fyrir svala norðlæga átt með snjókomu eða slyddu fyrir norðan, en áfram þurrt og bjart á suðvesturlandi.
Veðuryfirlit
150 km S af Dyrhólaey er allvíðáttumikil 972 mb lægð sem þokast NV, en yfir Grænlandi er 1014 mb hæð. Skammt S af Bretlandseyjum er 990 mb lægð sem fer N í dag, en V á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og austan 5-13 m/s og rigning eða skúrir, en 13-20 á NV-verðu landinu. Úrkomuminna seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi. Hiti 2 til 8 stig. Norðaustan 3-10 og væta með köflum á morgun, en bjartviðri um landið SV-vert. Snýst í norðan 5-13 og kólnar síðdegis.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan og austan 5-13 m/s og þurrt, en líkur á dálitlum skúrum eftir hádegi. Hiti 2 til 7 stig. Hæg austlæg átt og léttskýjað á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s og væta með köflum, en bjartviðri um landið SV-vert. Hiti 2 til 7 stig.
Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-10 og stöku él, en norðvestan 10-18 og dálítil slydda við A-ströndina. Yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Hiti um og yfir frostmarki.
Á mánudag:
Norðlæg átt 8-15 og él, en þurrt og bjart S-lands. Hiti um eða undir frostmarki.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðlæg átt og dálítil él N- og A-lands, en bjart að mestu á S- og V-landi. Svalt í veðri.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt og rigning eða slydda, en þurrt að kalla um landið A-vert. Hlýnar í veðri.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað eystra. Hiti 0 til 7 stig.
Spá gerð: 28.10.2021 20:53. Gildir til: 04.11.2021 12:00.