Látinn er Magnús Kr. Guðmundsson athafnamaður frá Tungu í Tálknafirði á 93. aldursári. Eiginkona Magnúsar var Jóna Sigríður Sigurðardóttir og eignuðust þau átta börn.
Magnús var fæddur og uppalinn á Tálknafirði og var þar útgerðarmaður í rúmlega hálfa öld og mikill aflamaður. Magnús stofnaði 1980 fiskverkunina Þórsberg ásamt fjölskyldu sinni.
Magnús var sæmdur fálkaorðunni árið 2004 fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Magnús kom lengi að fiskeldi í Tálknafirði, fyrst þorskeldi og svo silungseldi og stóð að rekstri Tungusilungs sem vinnur matvöru úr bleikju og silungi.
Umræða