Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil væta um sunnan- og vestanvert landið en yfirleitt bjart á norðan- austanlands. Hiti 3 til 6 stig en nálægt frostmarki norðaustantil.
Á morgun snýst vindurinn í austlæga átt 5-10 en 10-15 við suðurströndina. Dálítil væta á sunnanverðu landinu en bætir í úrkomu suðaustantil síðdegis og þar má búast við talsverðri úrkomu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst. Á mánudag verða nokkrar smálægðir nálægt landinu. Það verður austlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Hiti 4 til 9 stig að deginum.
Veðuryfirlit
Skammt SA af landinu er 1010 mb hæð, sem þokast A og 700 km V af Írlandi er 994 mb smálægð, sem þokast S og eyðist. 450 km SV af Írlandi er vaxandi 993 mb lægð, sem hreyfist hratt NNV.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 5-10 m/s og lítilsháttar væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 7 stig, en kringum frostmark norðaustanlands.
Austlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun en austan 10-15 við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og austantil en bjart með köflum á norðan- og vestanverðu landinu. Bætir í úrkomu suðaustantil seinnipartinn. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-8 m/s, skýjað með köflum og lítilsháttar væta. Austan 5-10 á morgun og skýjað. Þurrt að kalla í fyrstu en rigning með köflum seinnipartinn. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta í flestum landshlutum en bætir í úrkomu austanlands seinnipartinn. Hiti 4 til 9 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning með köflum, en sums staðar slydda fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Hæg suðvestlæg átt og dálítil væta, en slydda eða snjókoma með köflum fyrir norðan. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum, snjókoma inn til landsins, en léttir smám saman til sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Breytilegar áttir með úrkomu í flestum landshlutum og fremur svalt í veðri.