Lottóvinningurinn var fimmfaldur í kvöld og stefndi í að heildarverðmæti vinningsins yrði rúmar 40 milljónir en hann gekk ekki út. Næsti pottur stefnir í 60 milljónir.
Enginn var með 1. vinning í Lottóinu í kvöld en fimm miðahafar skipta með sér bónusvinningnum. Vinningshafarnir fimm fá rúmlega 118 þúsund krónur í sinn hlut en miðarnir voru keyptir á Olís Neskaupstað, tveir á lotto.is og tveir voru í áskrift.
Enginn var með 1. vinning í Jóker. Fjórir hljóta 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á Olís Mjódd, Versluninni Vogum, hér á lotto.is og sá fjórði er í áskrift.
Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.