Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani í kvöld þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu en vinabær Hafnarfjarðar hefur gefið bænum jólatré árlega. Heimir Már Pétursson var staddur á staðnum fyrir hönd Stöðvar tvö og tók viðtal við Rósu Guðbjartsdóttur borgarstjóra Hafnarfjarðar í beinni útsendingu.
Rósa sagði að vel hefði heppnast til eins og öll árin á undan og það væri mjög góð stemming á svæðinu og bærinn hefði aldrei verið skreyttur meira en í ár. Myndir sýndu að fullt var af fólki í miðborginni og allir að skemmta sér vel. Heimir Már tók undir það en hafði þó á orði að jólasveinarnir væru eitthvað fyrr á ferðinni en vanalega á þessum árstíma, fyrir fyrsta dag aðventu.
Það þurfti ekkert að ræða það neitt ítarlega enda hafa Hafnfirðingar í gegnum tíðina verið svolítið sér á parti á ýsmum sviðum og oft fremstir á meðal annara borga á Íslandi.
Eins og allir vita, þá getur allt gerst í beinni útsendingu og spjallaði Heimir Már ítarlega við bæjarstjórann um hátíðina og óskaði henni svo að lokum til hamingju með jólaþorpið í miðborg Hafnarfjarðar. Ekki reyndist unnt að lagfæra þessi skemmtilegu mismæli á síðustu sekúndu viðtalsins en allt getur gerst seint á föstudegi í jólaamstrinu 🙂
Fréttatíminn lét vita af hátíðarhöldunum fyrr í dag:
Kynning: Auglýsing
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Jólatréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja nokkur lög. Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða.
Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.
Vertu velkomin(n) í miðbæ Hafnarfjarðar að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu.
Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið. Höfum það huggulegt saman á aðventunni. – Auglýsing:
https://www.facebook.com/ForeverFashionIM/photos/ms.c.eJxFyMEJACAMA8CNpKZp2uy~;mCCI9zxUBzUpZaKrF17ANsEflhSOF6wbsw~;TAQ2~;.bps.a.2570468309666096/2570468366332757/?type=3&theater