Vaxtaákvörðun í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands
Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi 1. desember nk. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,10 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra útlána lækka um 0,10 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
Innlánsvextir eru ýmist óbreyttir eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.
Ofangreind vaxtaákvörðun er tekin í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands hinn 18. nóvember sl. Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu sem verður birt 1. desember.
Íslandsbanki lækkar vexti um 0.15-0.30% – 26.663.385 kr. verðtryggt lán verður að 465.213.364 kr.