Sömu flokkar og sem settu Gullvélina í gang stjórna landinu í dag
Fyrir 41 ári komu alþingismenn Gullvélinni saman og með setningu „Ólafslaganna“. Árið 1979 var verðtryggingu komið á, á Íslandi. Flokkarnir lugu að þjóðinni og sögðu þetta væri gert til að stemma stigu við verðbólgu en hvorutveggja laun og lán voru þá gerð verðtryggð. Þetta var hrikaleg spennitreytja sem stjórnmálastéttinni fannst mjög slæm og verðtryggingin var tekin þá af launum árið 1983.
,,Þetta fannst okkar bestu og spilltustu mönnum í fjármálastéttinni meirháttar flott og kölluðu þetta „Gullvélina“ því eftir þetta þurftu þeir ekkert að vinna og lítið að hugsa.
Gullvélin malaði pening alla daga og heitasta ósk þeirra var sem hæst verðbólga og léleg efnahagsstjórn á landinu. Gjörið þið svo vel, sömu flokkar og sem settu Gullvélina í gang stjórna landinu í dag.“ Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins vekur athygli á þessu á vef sínum í dag.