Afgerandi meirihluti eða rúmlega 75% þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að kvóti verði innkallaður og úthlutað á ný til þeirra sem bjóða hæsta verð fyrir hann á markaði.
Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus en í þessari könnun var spurt: Á að innkalla allan fiskveiðikvóta og úthluta honum hæstbjóðanda?
Könnunin er samhljóma öðrum sambærilegum könnunum sem hafa þó oftast sýnt að enn hærra hlutfall þjóðarinnar vilji stokka upp kvótakerfið.
Niðurstaðan í könnuninni var eftirfarandi:
- Já 75,1%
- Nei 22,5%
- Hlutlausir 3,4%
Sami fiskur er seldur á 300% hærra verði í Noregi en á Íslandi og nánast ekkert veiðigjald greitt til þjóðarinnar
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/08/faereyingar-veida-sama-makril-og-islendingar-og-greida-113-000-kr-en-island-3-550-kr-i-veidigjold-fyrir-tonnid/