Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog áleiðis til Reykjavíkur. Varðskipið var komið að flutningaskipinu í nótt um 230 sjm. suðvestur af Garðskaga og vel gekk að koma dráttarvír á milli skipanna. Á fjórða tímanum í nótt var varðskipið komið á stefnu til Reykjavíkur með Lagarfoss í togi. Veðrið er með mestu ágætum, áhöfnin á Lagarfossi er örugg og ferðin gengur afar vel.
Ljósmyndir: Anton Örn.
Páll Geirdal, skipherra, í brú Þórs.
Vel gekk að koma taug á milli skipanna.
Umræða