Helstu tíðindi úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00
Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
- Tilkynnt um mann sem braut rúðu í leigubifreið, aðilinn handtekinn á vettvangi. Hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa en hann var í mjög annarlegu ástandi.
- Tilkynnt um þjófnað úr fataverslun í miðbænum. Þrír grunaðir gerendur en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn.
- Tilkynnt um reyk koma frá nýbyggingu. Lögregla fór á vettvang, enginn eldur heldur gufa.
- Tilkynnt um mann öskra í miðbænum, hann fannst ekki.
- Tilkynnt um öskur og læti koma frá íbúð. Þarna reyndust vera Arsenal áðdáendur að horfa á Arsenal tapa, þau könnuðust ekki við nein öskur annað en það sem gengur og gerist yfir fótboltaleik. Þau lofuðu þó að lækka róminn yfir leiknum.
- Tilkynnt um umferðarslys þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni. Minniháttar meiðsli en bifreiðin óökufær, skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðinni.
- Tilkynnt um þjófnað af hóteli, úlpu stolið af hótelgesti en í úlpunni voru greiðslukort sem voru notuð í verslun í miðbænum. Málið í rannsókn.
- Ökumaður sektaður fyrir að aka án gildra ökuréttinda.
- Tilkynnt um mann vera að afklæðast á gangstétt í íbúðarhverfi. Lögregla fór og kannaði með manninn.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa gest út af veitingarstað.
Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun þar sem gerandi var undir sakhæfisaldri, málið unnið með foreldrum og tilkynning verður send til barnaverndar.
- Tilkynnt um ,,flugeldastríð‘‘, lögregla fór og kannaði málið. Allir farnir af vettvangi en sjá mátti tóma flugelda pakkningar á víð og dreif.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á vegrið, ekkert slys á fólki.
- Tilkynnt um mann sem var lagstur á akrein og virtist ofurölvi. Lögregla fór og kannaði með manninn.
Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á bifreið, hún fannst ekki.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður bakkaði á aðra bifreið. Lögregla fór á vettvang og ræddi við ökumann. Ekkert sjáanlegt tjón var á bifreiðunum.
- Tilkynnt um ungmenni reykja kannabis, lögregla fór og kannaði málið. Engan að sjá.
Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Tilkynnt um umferðaróhapp, þar sem ökumaður ók aftan á aðra bifreið. Önnur bifreiðin óökufær, ekkert slys á fólki.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á staur. Ökumaður fluttur á bráðamóttökuna með minniháttar meiðsl.
- Tilkynnt um eld í bifreið, lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við nýbyggingu.
Umræða