Segja herþjálfun komna á námskrá rússneskra menntaskóla
Kennsla á AK-riffla og notkun handsprengja verður á námskrá menntaskólanema í Rússlandi frá og með komandi hausti að sögn leyniþjónustu breska varnarmálaráðuneytisins. Fjallað er um málið á vef ríkisútvarpsins.
Nemendur hljóta jafnframt grunn herþjálfun og læra að nota örygisbúnað. Þetta verður meðal skyldufaga frá 1. september næstkomandi. Ráðuneyti háskóla- og vísindamála greindi frá því í desember að herþjálfun verði einnig á námskrá háskólanema.
Umræða