Fjölskyldur sem tilheyra þeim 30% sem eiga mest, fá engan styrk
Meirihluti landsmanna mun fá beinan styrk frá yfirvöldum. Þær fjölskyldur sem tilheyra þeim 30% sem eiga mest eigið fé munu þó ekki fá neinn styrk
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa kynnt aðgerðir til að bregðast við efnahagsáhrifum Covid-19 faraldursins í landinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kynnti aðgerðirnar í morgun.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en þar segir jafnframt að meirihluti landsmanna muni fá beinan styrk frá yfirvöldum.
Þær fjölskyldur sem tilheyra þeim 30% sem eiga mest eigið fé munu ekki njóta neinnar aðstoðar. Styrkurinn fer eftir tekjum en hæstur getur hann orðið sem nemur um hundrað þúsund krónum. Tæplega 10 þúsund manns hafa greinst með Covid-19 í Suður-Kóreu og þar af hafa 162 látist.