Upplýsingar um ástand hins slasaða liggja ekki fyrir
Í gær varð slys um það bil 2 km austan við Veiðivötn þegar vélsleði með ökumanni og farþega fór fram af snjóhengju. Ökumaður sleðans varð síðan fyrir mannlausum sleða sem einnig fór fram af hengjunni en ökumaður hans hafði náð að kasta sér af áður en sleðinn fór fram af hengjunni. Við þetta hlaut ökumaður fyrri sleðans nokkur meðisli og var fluttur, af samferðamönnum sínum, á þotu aftan í öðrum sleða,áleiðis á móti sjúkrabifreið og síðan með honum í þyrlu LHG. Viðkomandi var með meðvitund en upplýsingar um meiðsl hans og þess sem var á sleðanum með honum liggja ekki fyrir að, sögn lögreglunnar á Suðurlandi sem skýrir einnig frá öðrum verkefnum:
Þann 28. mars s.l. varð einnig slys á vélsleða þegar 10 ára drengur lenti undir sleða sem hann ók sjálfur og festist í belti hans. Hann var fluttur með þyrlu, sem var þá þegar í loftinu skammt undan, til aðhlynningar á sjúkrahúsi og er talinn axlarbrotinn eftir.
Eldur kom upp í húsi skammt frá Stokkseyri um miðjan dag á laugardag. Um er að ræða gamalt hús einangrað með hálmi og öðrum slíkum eldfimum efnum. Unnið hefur verið að því í nokkurn tíma að gera að upp. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti eldinn en reikna má með að húsið sé að mestu ónýtt. Tæknideild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins var við vettvangsrannsókn í gær en eldsupptök eru ókunn og unnið að rannsókn þeirra.
2 ökumenn eru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í Árnessýslu í vikunni. Þeir frjálsir ferða sinna að töku blóðsýna lokinni. Höfð voru afskipti af 2 öðrum ökumönnum grunuðum um ölvun við akstur, einnig í Árnessýslu. Öðrum þeirra hafði orðið það á að reka bifreið sína utan í aðra bifreið og valda á henni tjóni.
18 eru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn þeirra var mældur á 149 km/klst hraða á 90 km vegi undir Eyjafjöllum.