Lögfræðingur er sagður hafa þegið mútur og snúist í kjölfarið gegn skjólstæðingi sínum – Um mjög alvarlegt mál er að ræða en stórt mál, þessu ótengdu, er einnig til skoðunar
,,Ég varð mjög undrandi þegar vitni hafði samband við mig nýlega og uppljóstraði að lögfræðingur sem var að vinna fyrir mig, hefði þegið mútur úr hendi þess sem ég var að lögsækja.“ Segir maður sem lagði málið á borð Fréttatímans ásamt staðfestum gögnum.
,,Mér fannst þetta mjög óþægileg frétt, þegar þessi aðili kom með örugga sönnun fyrir því að lögfræðingurinn minn hafði svikið mig og þegið mútur út hendi þess sem ég er að lögsækja. Ég er að vinna í því að kæra lögfræðinginn til Héraðssaksóknara og mun fara fram á sviptingu réttinda og fangelsisvist í kærunni.
Þegar ég fór að hugsa til baka, þá mundi ég eftir því að lögfræðingurinn snérist á punktinum rétt áður en mínu máli var komið í slæman farveg og reynt að svæfa það. Lögfræðingurinn fór allt í einu að tala vel um adstæðinginn og dásama sem er bæði skrítið vegna þess að verið er að brjóta gróflega á rétti mínum og svo hitt, að um er að ræða aðila sem hafa stundað alvarleg fjársvik í atvinnurekstri. Að svo stöddu er ekki hægt að fara nánar út í málavexti.
Ég mun veita Fréttatímanum aðgang að öllum gögnum varðandi málið í heild sinni sem og heimild til að nafngreina lögfræðinginn þegar ég hef klárað kæru til Héraðssaksóknara.“