Á rúmlega 170 km. hraða með barn í bílnum
Ökumaður sem mældist aka á 170 km hraða á Reykjanesbraut í gær var sviptur ökuréttindum á staðnum.
Einnig var send tilkynning til barnaverndarnefndar þar sem hann var með ungt barn í bílnum. Reikna má með að maðurinn hafi verið á rúmlega 170 km. hraða þar sem að lögregla dregur frá rúma hraðatölu áður en hraði er endanlega staðfestur.
Umferðareftirlit á Suðurnesjum
Átta ökumenn voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna – eða ölvunarakstur. Einn þeirra var með kannabisefni á gólfi bifreiðar sinnar og annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum.
Afskipti voru svo höfð af ökumönnum sem virtu ekki stöðvunarskyldu eða töluðu í síma án handfrjáls búnaðar.
Umræða