Fréttatíminn hefur áreiðanlegar upplýsingar frá heimildarmanni um að eigendur Deildu.net séu að þéna u.þ.b 1.4 milljónir á mánuði í styrki sem svarar 16.8 milljónum á ársgrundvelli.
,,Strákurinn sem er á bak við vefinn, er reglulega að versla bíla og einnig keypti hann hlut í fyrirtæki“ segir m.a. í broti af því sem kemur fram í viðtali við heimildarmann okkar í frétt sem birtist á næstunni.
Fréttatíminn hefur undir höndum yfirlit yfir gamlar Paypal og Bitcoin færslur sem hlaupa á tugum milljóna króna, þegar Deildu.net var upp á sitt besta.
Fylgstu vel með Fréttatímanum á miðvikudaginn því þá birtist þessi grein í fullri lengd.