
Fólkið í landinu horfir til þeirra sem bjóða sig fram til stjórnmálastarfa – í von um betri framtíð. Skylda stjórnmálamanna er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum og ekki leggja stein í götu nauðsynlegra breytinga, eins og virðist uppá teningnum gagnvart hinu ósanngjarna og gjörspillta kvótakerfi.
Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Opinber afskipti af atvinnulífi landsins getur skert lífskjör þjóðarinnar og sannast það í embættisfærslum og ósanngjörnum ríkisstyrk stjórnvalda til handa stórútgerðinni.
Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera varðandi atvinnusköpun, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart íbúum þessa lands, tryggi nýliðun í sjávarútvegi og standi vörð um hinar dreifðu sjávarbyggðir.
Stefna stjórnvalda ýtir undir fákeppni og hringamyndun. Stjórnvöld standa vörð um stórútgerðina og fyrirtækjasamstæður hennar í skjóli fjármálastofnana, þessu verður að breyta.
Umræða