Sumarið er heldur betur komið á Suðurlandi og þar var bæði sól og hiti í dag þegar blaðamenn voru á ferðinni. Bærinn var fullur af fólki og fullt var af fólki í nýrri Mathöll Hvergerðinga og ekki annað hægt en að gefa staðnum bestu einkunn fyrir veitingastaðina.
Ódýrari og betri blóm en í borginni
Við ræddum við sérfræðing í garðyrkjufræðum sem var á svæðinu og sagði viðkomandi að bæði væru blóm og tré miklu betri og mun ódýrari í Hveragerði en í borginni.
,,Ég versla alltaf bæði blóm og tré hér fyrir austan fjall, verðið er mun betra og getur munað talsverðu samkvæmt minni verðkönnun en ég er daglegur gestur í blómaverslunum í borginni og hér fyrir austan fjall.“ Segir viðskiptavinur sem var að versla plöntur hjá Garðplöntusölunni Borg í Hveragerði.
Umræða