Vladimir Pútín mun fara fljótlega í veikindaleyfi vegna krabbameinsaðgerðar, en þetta kemur fram í leynilegum rússneskum skjölum sem Bretar hafa haft aðgang að.
,, Vladimír Pútín gæti brátt horfið af sjónarsviðinu þar sem hann á að gangast undir aðgerð sem tengist krabbameini, er fullyrt í leynilegu innherjaskjölunum.“ Þar segir jafnframt að Vladimír Pútín hafi leynilega tilnefnt Nikolai Patrushev, fyrrverandi gagnnjósnara KGB sem eitt sinn stýrði FSB, til að taka „stjórn“ yfir Rússlandi á meðan hann verði óvinnufær.
Shadowy Patrushev, sem er sjötugur að aldri, eða árinu yngri en Pútín, er talinn lykilarkitekt að stríðinu í Úkraínu og maðurinn sem sannfærði Pútín á undraverðan hátt um að Kyiv væri yfirfull af nýnasistum.
,,Pútín er með krabbamein, Parkinson og geðklofa auk alvarlegra geðsjúkdóma“
General SVR Telegram fréttaveitan, vakti fyrst athygli á vandamálum varðandi heilsu Pútíns. Þar var m.a. upplýst um kviðkrabbamein og Parkinsonsveiki Pútíns fyrir um 18 mánuðum síðan. Talið er að Pútín, sem er 69 ára, hafi þegar seinkað skurðaðgerðinni, sem nú er ólíklegt að muni fara fram áður en hann stjórnar samkomunni á Rauða torginu 9. maí sem er svokallaður ,,sigurdagur, til minningar um ósigur Hitlers.“
„Pútín átti að gangast undir skurðaðgerð vegna krabbameinsins og dagsetning hennar var rædd og samþykkt,“ segir í innherjaupplýsingum í Rússlandi. „Vladimír Pútín Rússlandsforseti er með krabbamein og miklu fleiri vandamál eru vegna heilsu hans, sem eru m.a. að hann þjáist af „Parkinsonsjúkdómi og geðklofasjúkdómi“. Hið síðarnefnda er skilgreint sem „geðheilbrigðisröskun sem einkennist af samsetningu geðklofaeinkenna, svo sem ofskynjana eða ranghugmynda, og geðsjúkdómseinkenna, svo sem þunglyndis og oflætis.
Rússar hafa alltaf neitað því að Pútín eigi við veikindi að stríða og sýna eingöngu myndir af honum þar sem hann var við góða heilsu, jafnvel þegar um var að ræða nokkrar dularfullar fjarvistir hans undanfarin ár. Nýlegar myndir sem ekki hafa verið ritskoðaðar í Rússlandi sýna hann aftur á móti veiklulegan, fölan og skjálfandi á myndbandi og óstöðugan til gangs og á öðru myndbandi sat hann á stól en ríghélt sér samt í borð á sama tíma.
https://gamli.frettatiminn.is/24/03/2022/putin-er-algerlega-veruleikafirrtur/
https://gamli.frettatiminn.is/20/03/2022/putin-daemdur-fyrir-stridsglaepi/