6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum.

Fjallað er um málið á rúv.is og þar er sagt að þetta tengist því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum. Í tilkynningu ráðuneytisins eru engin nöfn nefnd, en sagt að í þessum 31 manns hópi séu þingmenn, ráðherrar og fólk úr heimi viðskipta, menningar og fjölmiðla, sem hafi haldið á lofti and-rússneskum málflutningi og tekið þátt í að móta og framfylgja stefnumálum sem beinist gegn Rússlandi.