Situr í gæsluvarðhaldi frá því 5. mars vegna gruns um mansal, peningaþvætti og brot á útlendingalögum
Brotist var inn á Facebook-síðu veitingamannsins Quang Lé í nótt. Þar hafa skjáskot verið birt úr einkasamtölum hans við vini og samstarfsmenn, en þar talar hann meðal annars um að beita starfsfólk veitingastaðarins ofbeldi.
Quang Le hefur hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 5. mars vegna gruns um mansal, peningaþvætti og brot á útlendingalögum en hann var handtekinn í stórfelldum aðgerðum lögreglu sem beindust að viðskiptaveldi hans en hann átti veitingastaðina Pho Vietnamese, Wok On, VY-þrif auk fjölda fasteigna.
Í færslunum sem hafa verið birtar í morgun úthúðaði hann meðal annars ríkisstjórninni, heilbrigðiseftirliti borgarinnar, samstarfsmönnum Quang Les, World Class og Krónunni. Einnig eru birt skjáskot úr samtölum Quang Lé við íslenska samstarfsmenn sína á Facebook, þar sem hann talar um að hafa beitt starfsfólk sitt ofbeldi.
Einnig eru birt samskipti hans við vin sinn, þar sem þeir skiptast á myndum af rössum kvenna í líkamsræktarstöðinni World Class.
Fréttastofu ríkisútvarpsins barst nafnlaus tölvupóstur í nótt þar sem boðað var að brotist hefði verið inn á reikninginn og frá og að byrjað yrði að deila efni inn á síðuna klukkan 11 í dag. Efni hefur bæði verið birt á hans persónulega Facebooki og aðgangi Wok On.
Ásamt Quang er kærasta hans og bróðir í gæsluvarðhaldi. Þau hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í 8 vikur. Einn Íslendingur er með réttarstöðu sakbornings í málinu en það er Kristján Ólafur Sigríðarson sem áður var eigandi Wok On. Minnst er sérstaklega á hann í einni færslunni á Facebook.