Einn fékk rúmlega 5 miljarða króna í vasann
Heppinn Ítali var einn með fyrsta vinning og fær hann í sinn hlut rúmlega 5 milljarða króna. Tveir Danir og einn Norðmaður skiptu 2. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 105 milljónir.
Þá skiptu fjórir með sér 3. vinningi og fá þeir rétt tæpar 28 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Eistlandi
Þrír voru með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í N1, Hafnarstræti 21 á Ísafirði, Olís v/Hafnarfjarðarveg, Garðabæ og hér á heimasíðunni, lotto.is
Umræða