8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Hiti 10 til 18 stig en svalara í þokuloftinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæg breytileg átt eða hafgola í dag og léttskýjað, en allvíða líkur á þokulofti við suðvestur- og vesturströndina, og einnig austurströndina þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig að deginum, en svalara í þokuloftinu. Áfram fremur hægur vindur á morgun og væta af og til á sunnan- og vestanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en þó líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, mildast norðaustantil.

Veðuryfirlit
Yfir Íslandi er minnkandi 1030 mb hæð sem fer hægt S. Yfir S-Noregi er 1006 mb lægð sem þokast SV.

Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað, en allvíða líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 10 til 18 stig að deginum, en svalara í þokuloftinu. Breytileg átt 3-10 m/s á morgun og væta af og til. Víða þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, mildast norðaustantil.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og þokuloft, en rofar til yfir daginn. Hiti 7 til 13 stig. Dálítil rigning með köflum á morgun og kólnar heldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 m/s og væta með köflum. Víða þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, mildast norðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig.

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og rigning, en þurrt að kalla á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur):
Sunnan- og suðaustanátt og súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Milt í veðri.