Nú kl. 09:20 varð jarðskjálfti af stærð 4,1 um 8 km NNV af Gjögurtá, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð.
Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni að skjálftinn hafi fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Gera má ráð fyrir að skjáfltinn hafi fundist víða á Tröllaskaga. Um 60 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því um miðnætti. Síðast mældust jarðskjálftar af þessari stærð í Október 2020.
Umræða