6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Pútín við dauðans dyr – ,,Á hámark tvö til þrjú ár eftir“

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Rúss­neskur njósnari segir að Vla­dí­mír Pútín­ for­seti Rúss­lands sem nú er 69 ára, eigi að hámarki þrjú ár eftir ó­lifuð og að hann sé að missa sjónina. Mirror greinir frá þessu á vef sínum.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Njósnarinn er með­limur rúss­nesku leyni­þjónustunnar og hefur þær upplýsingar eftir læknum Pútíns að for­setinn sé með mjög al­var­lega tegund af krabba­meini sem fer hratt versnandi. „Hann á ekki meira en að hámarki tvö til þrjú ár eftir ó­lifuð,“ sagaði innherjinn við blaða­menn Mirror.

,,Pútín er einnig að missa sjónina vegna sjúk­dómsins og hann þjáist af haus­verk þegar hann kemur fram í sjón­varpi og þarf að lesa allt sem hann segir af blaði með risa stórum stöfum. Hann neiti að nota gler­augu þar sem hann telur það vera merki um veik­leika.“

Í síðustu viku hitti Pútín, vin sinn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, í Sochi og náðist þar vel á myndband að fætur hans hristust til á meðan þeir sátu saman í  viðræðum. Í vikunni þar áður sást hann einnig með mjög skrítnar hreyfingar í sjónvarpi og eru þær taldar vera vegna þess að hann þjáist af langt genginni Parkinsons veiki og MS sjúkdómi auk krabbameins.

Úkraínski njósnarinn Kyrylo Budanov sagði á dögunum: „Pútín er með nokkra alvarlega sjúkdóma, einn þeirra er krabbamein.

Upplýsingar um slæmar lífslíkur Pútíns komu fram í leynilegum skilaboðum frá rússneskum njósnara til Boris Karpichkov sem felur sig nú fyrir morðingjum Pútíns í Bretlandi. Uppljóstrarinn sagði honum einnig að Pútín eigi við alvarleg sjónvandamál að stríða og eigi jafnvel erfitt með að lesa risastórt letur sem hann reynir að lesa við sjónvarpsútsendingar og einnig að hann hræði starfsfólkið með skyndilegum skapbreytingum. „Hann var áður í ágætu samstarfi með undirmönnum en núna er hann algerlega stjórnlaus af heift, hann er alveg brjálaður og treystir engum.“

Fyrrum yfirmaður MI6 leyniþjónustu Rússlands, Christopher Steele, sagði að Pútín geti ekki haldið fundi án hlés til aðhlynningar. Hann bætti við: „Honum er stöðugt fylgt um alla daga af teymi lækna. Þá er hávær orðrómur um að það standi til að ráða Pútin af dögum og að verið sé að undirbúa aðila til að taka við forsetaembættinu á næstunni.

Pútín hefur gert stór og afdrifarík mistök