,,Tók spjallið á Pallborðinu með Heimi Má í dag. Áhugaverðar umræður og sér í lagi fullyrðingar frá fulltrúa atvinnurekenda við borðið sem skellti skuldinni á verkalýðshreyfinguna hvað eftir annað. Hvar sem drepið var niður var ábyrgðin á hárri verðbólgu og vöxtum á herðum launafólks. Leigumarkaðurinn, húsnæðisskortur, niðurbrot velferðarkerfisins er ykkur að kenna og engu öðru.“ Segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Hér ríkir spilling
,,Ég tók út með orðunum um að hér ríkir spilling eftir að fulltrúi atvinnurekenda dásamaði íslenskt samfélag og kannaðist lítið við þá hrikalegu stöðu sem lágtekjufólk, einstæðir foreldrar, eldri borgarar og öryrkjar og fjölgandi hópur millitekjufólks stendur frami fyrir. Því hér sé allt eins og best verður á kosið. Líklega er það rétt að forréttindahópar okkar samfélags hafa sjaldan haft það betra en það mætti fylgja greiningu viðmælandans að það er á kostnað allra hinna.
Eins og Styrmir Gunnarsson heitinn sagði: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
,,Ég get tekið undir hvert orð Styrmis.“
FORMAÐUR V.G. FAGNAR 165.000,- OG TELUR ÞAÐ EÐLILEGA HÆKKUN NÚ