Í auglýsingu á Facebook sem er dreift um allt land og kostuð af sendanda, er auglýst að vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli séu ferðatöskur, fullar af farangri nú selda til almennings. Fjölmörg komment eru undir auglýsingunni þar sem kaupendur lýsa heppni sinni, þar sem þeir hafa verið að fá fartölvur m.a.s. með öllum lykilorðum og fleiri verðmæti.
Ekki er allt sem sýnist!
Að sjálfsögðu eru hér netglæpamenn á ferð sem eru að reyna að svíkja fé út úr trúgjörnu og einföldu fólki. Líkt og önnur netsvik sem hafa herjað á landann er málfarið í þessari auglýsingu út úr kortinu en þar er greinilega notast við Google translate. Þá vekur athygli að þessir glæpamenn eru að bjóða heila ferðatösku fulla af verðmætum á aðeins eina evru og skýringin gæti hugsanlega verið sú að þeir séu að reyna með því að komast að kortanúmeri þeirra sem láta glepjast.
Umræða