-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Jónas Kristjánsson látinn

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést á Hjartadeild Landsspítalans þann 29. júní. Hann var 78 ára. 
Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum og var fréttastjóri á Vísi og seinna meir ritstjóri til ársins 1975.

Jónas var einn af stofnendum og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð ritstjóri DV í tuttugu ár, 1981 til 2001.  Hann var ritstjóri Fréttablaðsins árið 2002 og útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. á árunum 2003 til 2005. Hann skrifaði einnig fjölda bóka um hestamennsku, ferðalög og fleira. Jónas kenndi blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík á árunum 2006 til 2008.
Jónas fæddist 5. febrúar 1940 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MR árið 1959 og lauk BA prófi í sagnfræði frá HÍ 1966. Hann var formaður Blaðamannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute.
Eiginkona hans, Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður lést 14. júlí 2016. Börn þeirra eru Kristján, jarðfræðingur, Pálmi, fréttamaður og sagnfræðingur, Pétur, kerfisfræðingur og Halldóra, flugmaður.