0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Ráðherrar halda upplýsingum enn leyndum fyrir almenningi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Ráðherrar leyna enn upplýsingum um hverjir fengu 3.600 íbúðarhús á 15 millj. kr. að meðaltali, þrátt fyrir leyfi Persónuverndar

 

 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur veitt svar við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og neitar að svara eins og Ásmunudr Einar Daðason hefur einnig gert í á annað ár.
Ásmundur Einar Daðason ráðherra og æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs, stóð í vegi fyrir því að upplýsa hverjir fengu 3.600 íbúðarhús sem að Íbúðalánasjóður hirti af fjölskyldum á nauðungaruppboðum og afhenti svo nýjum eigendum.
Persónuvernd veitti Ásmundi Einari Daðasyni, fulla heimild til þess að upplýsa um hverjir hefðu fengið íbúðarhúsin, fyrir um fjórum mánuðum síðan, en engar upplýsingar fást, þrátt fyrir að t.d. allir þingmenn Miðflokksins hafi óskað formlega eftir því á Alþingi í rúmlega eitt ár.
Ásmundur Einar Daðason

Hefðu fasteignirnar t.d. verið seldar á 35 milljónir að meðaltali, hefðu fengist 72 milljörðum meira fyrir þessar 3.600 fasteignir. En samtals er um að ræða 9.200 fasteignir sem að ríkið hirti af fjölskyldum þegar að fasteignir sem að bankarnir hirtu, eru taldar með, en um þær 5.600 fasteignir sem bankarnir hirtu, eru heldur engar upplýsingar til um.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins staðfesti það í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á útvarpi Sögu að enn væri mikil leynd yfir því hverjir hefðu fengið 3.600 íbúðir hjá Íbúðarlánasjóði. Sigmundur Davíð sagði að svarið lægi fyrir, en að það hefði tekið ár að toga það út úr ráðuneytinu en samt sem áður væri enn neitað að upplýsa um hverjir kaupendur hefðu verið. Leyfi Persónuverndar liggur þó fyrir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

,,Því var stöðugt frestað að svara þessu og reynt að finna nýjar leiðir til þess að komast hjá því. Upplýsingarnar liggja fyrir en hafa enn ekki fengist birtar og manni finnst þetta auðvitað skrítið.“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um þá miklu leynd, sem að staðið er vörð um af hálfu ráðherra íbúðarmála, Ásmundar Einars Daðasonar, varðandi þá sem að fengu þessar 3.600 íbúðarhús hjá ríkinu. Nú hefur dómsmálaráðherra einnig tekið þátt í að leyna þessum upplýsingum.
þingmaður Miðflokksins Þorsteinn Sæmundsson hefur eins og áður hefur verið fjallað um, ekki fengið nein svör í eitt ár og allt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar fáist um þá aðila, einstaklinga eða fyrirtæki sem að fengu íbúðir og einbýlishús á 15 milljónir króna að meðaltali frá ríkinu.
Þorsteinn Sæmundsson

,,Miðað við að verðið hafi aðeins verið 15 milljónir fyrir fasteign, að meðaltali, bendir það til þess að hugsanlega hafi einhverjir fengið þessar eignir á undirverði en það á vonandi eftir að koma í ljós en mikil tregða er af hálfu stjórnvalda að gefa upp hverjir fengu fasteignirnar, þrátt fyrir að Persóuvernd hafi heimilað að nöfnin verði gerð opinber.“ Sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins.
Fyrirspurnin var þannig frá Þorsteini til dómsmálaráðherra:
Hverjir voru skráðir kaupendur á þinglýstum afsölum vegna fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, þar sem Íbúðalánasjóður er afsalsgjafi, á árunum 2009 til og með 2018? Óskað er eftir yfirliti þar sem komi fram nafn afsalshafa, einstaklings eða fyrirtækis, heiti fasteignar og fasteignanúmer ásamt kaupverði í hverju tilviki.
Svarið er eftirfarandi: Í fyrirspurninni er óskað eftir miklu magni persónugreinanlegra upplýsinga og vafi er á hvort opinber birting þeirra samræmist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Að þessu leyti er fyrirspurnin sambærileg fyrirspurn sem beint var til félags- og barnamálaráðherra á yfirstandandi löggjafarþingi um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs 2008–2017 (þingskjal 836, 163. mál).
Líkt og er rakið í því svari félags- og barnamálaráðherra var óskað eftir áliti Persónuverndar vegna vinnslu persónuupplýsinga. Í svari Persónuverndar kom fram að í ljósi 1. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, hefði ráðherra rúmar heimildir til þess að afhenda upplýsingarnar en áréttað var að við vinnslu persónuupplýsinga bæri ávallt að fara að grunnreglum persónuverndarlaga þannig að við vinnslu upplýsinganna skyldi þess gætt að þær væru unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti, að þær væru fengnar í yfirlýstum, skýrum, málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi og að þær væru nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt væri miðað við tilgang vinnslunnar. Ljóst er af framangreindu að dómsmálaráðherra er heimilt að afhenda Alþingi þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni
Aftur á móti áréttar dómsmálaráðherra það sem fram kom í áðurnefndu svari félags- og barnamálaráðherra að birting á vef Alþingis telst opinber birting. Afstaða Persónuverndar var sú að Alþingi þyrfti að taka afstöðu til slíkrar birtingar. Ljóst er að Alþingi hefur ekki tekið afstöðu til opinberrar birtingar umræddra upplýsinga og vísað til þeirrar vinnureglu sinnar að svör við fyrirspurnum til ráðherra séu birtar á vef þingsins og þingið geti ekki tekið afstöðu til þess hvaða upplýsingar séu birtar á vef þess eða tekið ábyrgð á slíkri birtingu.
Í ítarlegra áliti Persónuverndar til félags- og barnamálaráðherra kom fram að Persónuvernd mundi þurfa að veita sérstakt álit til Alþingis um opinbera birtingu upplýsinganna, óskaði þingið þess. Ekki liggur því fyrir álit Persónuverndar um opinbera birtingu upplýsinga á vef Alþingis, en fyrir liggur að afhendi dómsmálaráðherra upplýsingarnar verða þær birtar opinberlega án tafar.
Í ljósi framangreinds og þess að vafi er á hvort opinber birting þeirra upplýsinga sem óskað er eftir samræmist lögum nr. 90/2018 sér dómsmálaráðherra sér ekki fært að afhenda þær Alþingi til opinberrar birtingar án þess að þingið takið ábyrgð á og afstöðu til lögmætis slíkrar birtingar. Aftur á móti er ekkert því fyrirstöðu að upplýsingarnar séu afhentar Alþingi verði þess óskað, til að mynda viðeigandi þingnefndum.
https://frettatiminn.is/2019/04/15/radherra-leynir-enn-upplysingum-um-hverjir-fengu-3-600-ibudarhus-thratt-fyrir-leyfi-personuverndar/