Krafðist þess að Bjarni Benediktsson segði af sér fyrir mun vægara sóttvarnarbrot
Inga Sæland fór stórum í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu þar sem hún sagði að það hafi komið vel yfir 400 manns saman á 17. júní í húsnæði flokksins í Grafarvogskirkju í Grafarvogi.
Þann 15. júní 2021 tók gildi reglugerð nr. 691/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar (COVID-19). Með reglugerðinni voru fjöldatakmörkin aukin í 300 manns, nándarreglu var breytt úr tveimur metrum í einn metra, grímuskylda afnumin á ákveðnum stöðum.
Ábyrgðarmaður fyrir vel á fimmta hundrað gesta og hvatti ,,alla“ til að mæta
Málið er grafalvarlegt en Inga Sæland hefur haft mjög sterkar skoðanir á sóttvarnarmálum þjóðarinnar og hefur hún viljað loka landinu og einangra Covid19 sýkta í Egilshöll í Grafarvogi.
Segir Inga Sæland af sér?
Bjarni Benediktsson var gestur á sölusýningu í Ásmundarsal að skoða jólagjafir á Þorláksmessu og var ekki ákærður fyrir það, heldur voru þeir sem héldu sölusýninguna, þ.e. gestgjafarnir látnir sæta ábyrgð sem ábyrgðaraðilar salarins. Í tilfelli Flokks fólksins var Inga Sæland, formaður flokksins, gestgjafinn og ábyrgðarmaður fyrir vel á fimmta hundrað gesta samkvæmt hennar eigin fásögn á Útvarpi Sögu þann 23.júní.
Hún lét þau orð falla um meint brot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Ásmundarsal, að hann hafi gerst sekur um dómgreindarleysi og gaf lítið fyrir afsakanir Bjarna og krafðist þess að hann segði af sér.
„Og ætla halda því fram að hann hafi verið þarna í kortér og kunni ekki að telja. Salurinn hafi bara fyllst á þessum fimmtán mínútum. Þetta er dómgreindarleysi, algjör tuska framan í þjóðina. Þetta er með því ljótara sem maður hefur séð í miðjum heimsfaraldri. Þar sem ástvinir okkar deyja einir á spítölum því við getum ekki fengið að heimsækja þá. Þar sem ömmurnar okkar og afarnir þekkja ekki barnabörnin sín sem fæddust árið 2020,“ segir Inga.
Svo bætti hún við, „Ég er í rauninni ennþá alveg bit að maðurinn skuli ekki sýna okkur þá virðingu og sjálfum sér í leiðinni að stíga til hliðar, því það er það sem hann á að gera,“ Nú hefur Inga Sæland sjálf viðurkennt mun alvarlegra brot, segir hún af sér?
Inga Sæland hefur enn ekki verið kærð fyrir hin hugsanlegu meintu brot á sóttvarnarlögum en samkvæmt heimildum eru yfirvöld að skoða málið.