Í fréttum er þetta helst síðan kl.17 í gær af vinnu lögreglu á Höfuðborgarsvæðinu.
- Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
- Tilk um tvö rafskútuslys á kvöldvaktinni. Meiðsli minniháttar en sjúkrabíll í bæði skiptin. Annar þeirra á slysadeild til aðhlynningar.
- Tilk um þjófnað úr matvöruverslun. Málið afgreitt á staðnum.
- Tilk um umferðarslys. Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu. Grunaður um ölvun við akstur.
- Afskipti höfð af ökumanni vegna nagladekkja. Þá kom ljós að ökum var án ökuréttinda.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Laus eftir sýnatöku. Annar ökumaður stöðvaður klst síðar.
- Hafnarfjörður, Garðabær
- Ökumaður vespu féll af henni í akstri. Flutt með sjúkrabifreið. Minniháttar meiðsli.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.
- Kópavogur, Breiðholt
- Ökumaður handtekinn og vistaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann einnig valdur að umferðaróhappi. Gistir fangageymslur þar til hann er skýrsluhæfur.
- Maður handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna slagsmála, eignaspjalla ofl. Reyndi svo að sparka í lögreglumenn við flutning á lögregustöð. Hann gistir þar til hann verður viðræðuhæfur.
- Eldur í bifreið. Slökkvilið og lögregla á vettvang. Bifreiðin fjarlægð með dráttarbifreið.
- Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Tilk um þjófnað. Gerandi þekktur og sést í mynd þar sem hann er að stela.
- Maður handtekinn og vistaður vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.
Umræða