<h2 class="article__meta"><span class="article__dropcap">E</span>ldur kom skyndilega upp í bíl á Sæbrautinni rétt við brúnna um Suðurlandsveg rétt fyrir fimm í dag</h2> <aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside><img class=" wp-image-7277 alignleft" src="https://gamli.frettatiminn.is/wp-content/uploads/2018/07/IMG_2253-300x225.jpg" alt="" width="384" height="288" /></aside><aside>Eldurinn var talsverður í byrjun er blaðamenn Fréttatímans komu að bílnum, löngu á undan slökkviliði. Næst tók við kolsvartur reykur þegar að hann brann að innan á skömmum tíma.</aside><aside></aside><aside>Loks sprakk bensíntankur bílsins og við það myndaðist mikið bál og reykur í kjölfarið. Þegar að slökkvilið bar að garði, var mikill reykur af bílnum sem að lagði til norð vesturs og yfir brautina á móti og Vogahverfið.</aside><aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside></aside><aside class="article__meta">Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins og slökkvistarf gekk vel hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaður bílsins og farþegar sluppu út í tæka tíð en eldurinn byrjaði hægt og rólega en jókst svo stigmagnandi.</aside><aside></aside><aside></aside><aside class="article__meta">Fréttamenn voru einmitt staddir á vettvangi er eldsupptökin áttu sér stað, á leið í viðtak vegna annarar fréttar sem að mun birtast í vikunni og náðu því góðum myndböndum af atburðarrásinni frá upphafi til enda. Miklar tafir urðu á Sæbrautinni vegna atviksins á vettvangi og nú hefur bílinn verið dreginn af staðnum.</aside> <div class="article__body"> <iframe src="https://www.youtube.com/embed/QSI3BGhK1pY?rel=0" width="560" height="315" frameborder="0" allowfullscreen="allowfullscreen"></iframe> </div>